إرسال رابط إلى التطبيق

Embla


4.2 ( 2512 ratings )
الإنتاجية
المطور: Miðeind
حر

Embla er raddknúið aðstoðarforrit fyrir snjallsíma. Þú getur talað við Emblu á íslensku, spurt hana spurninga og hún svarar um hæl. Embla veitir meðal annars upplýsingar beint úr upplýsingabrunnum ólíkra fyrirtækja, stofnana og samstarfsaðila.

Öllu að jöfnu getur Embla veitt upplýsingar um fólk og fyrirbæri, veður, strætósamgöngur, dagsetningar, landafræði, fréttir, sjónvarpsdagskrá, opnunartíma verslana, einföld reikningsdæmi, breytt gengi gjaldmiðla og ýmislegt fleira.

Embla er gefin út af íslenska máltæknifyrirtækinu Miðeind ehf. Hún er ókeypis til notkunar, inniheldur engar auglýsingar og safnar ekki persónuupplýsingum. Virkni Emblu er byggð á opna máltæknihugbúnaðinum Greyni.